Friday, June 25, 2010

Á morgun

Jæja, þá er komið að því...

Sjáumst á morgun.

Ef þið finnið engin stæði nálægt þá er líklega sniðugt að leggja hjá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti við Austurberg. Þaðan er aðeins 4 mínútna gangur.

Jafnvel sniðugast að henda farþegunum út á Vesturbergi og bílstjórinn fari sjálfur að FB.

Ég man ekki hvort ég ætlaði að skrifa eitthvað meira til ykkar.

Góða nótt!



Skófatnaður

Hæ!
Passið ykkur á að koma ekki á háum hælum í Elliðaárdalinn. Við mælum að minnsta kosti ekki með því. Takið fínu skóna með ykkur í poka og geymið þá fyrir veisluna.

Athugið líka að eftir því sem að fleiri kaupa regnhlífar því betra veður verður.

Sjáumst á morgun.

Tuesday, June 22, 2010

Tími lista

Kúnígúnd var að hringja og segja okkur að það væru bara hnífar eftir á listanum hjá þeim og að sjálfsögðu gefur engin hnífa. Það er samt engin ógæfa að gefa gjafabréf fyrir hnífum.

Annars erum við búin að gera stuttan lista í Líf og List í Kringlunni.

Þetta er búið að vera miklu fljótara að líða en við bjuggumst við.

Ætluðum að gera miklu fleiri brúðargjafalista (vonum að það sé nóg fyrir alla á núverandi listum) og ætluðum að læra að dansa einhvern svakalegan dans en tíminn hefur flogið frá okkur.

Kærar kveðjur og vona að þið hlakkið til,
Sigursteinn

Haha,

Friday, June 18, 2010


Hér er mynd af Elliðaárdalnum.
Innan gula rammans er athafnarstaðurinn,
Það tekur 7 min. að ganga bleikuleiðina, frá rafstöðvarheimilinu.
Það tekur 8-10 min. að ganga grænuleiðina, frá grænmetisgörðunum við Vatnsveituveg.
Ég hef enn ekki gengið bláu leiðina en það lítur út fyrir að vera svipað löng vegalengd.
Munið, athöfnin byrjar klukkan tvö og því er ráð að vera dálítið tímanlega.


Hér er linkur á betri mynd:
http://www.flickr.com/photos/fridaynightmagic/4711500606/sizes/l/

Tuesday, June 15, 2010

Komnir listar í Kúnígúnd í Kringlunni og Búsáhöld.

Saturday, June 5, 2010

Brúðkaupsundirbúningur í fullum gangi


Við erum búin að gera gjafalista í Kokku og Dún og Fiður fleiri eru í bígerð.
Það vantar líka ýmislegt fyrir brúðkaupið:
Það þarf að baka 40 kökur. Við erum komin með uppskriftirnar, nú er bara spurningu um að baka!
Okkur vantar bollastell, kaffisilfur, kökudiska og blómavasa.
Ef þið viljið bjóða ykkur fram til baksturs eða viljið lána okkur eitthvað þá væri það vel þegið! :D
Nú styttist í að við sjáum ykkur en það á enn helmingur eftir að svara! (líka svara ef þið ætlið að koma)
Fljótlega koma inn kort af athafnarstaðnum og fleiri brúðarlistar.


Sunday, May 16, 2010

Úps!


Það var stafsetningarvilla í boðskortinu! Email addressa Sigursteins er siggijg (hjá) gmail.com en ekki siggigj (hjá) gmail.com.
Hann Sigurður G. Jóhannesson ætlar að áframsenda öll svörin sem hann fær en þið megið endilega senda bara frekar á Sigurstein.

Takk og fleiri fréttir síðar!


Friday, May 14, 2010

Velkomin!

Jæja! Þá eru boðskortin farin í póst og þið munuð vonandi fá þau fyrir helgina. (Finnst ykkur skoffínið ekki sætt?) Við þökkum Lindu Rós Ragnarsdóttur fyrir alla hjálpina með hönnun á kortinu.

Nú eru nákvæmlega 42 dagar í brúðkaupið og nóg eftir að gera. Sauma kjól, kaupa buxur, reyna að finna kandífloss vél (hjálp vel þegin) og ýmislegt meira.

Vegna þess að við eigum meira en fjórar fjölskyldur og fullt af vinum sem okkur langaði að bjóða (gátum ekki einu sinni boðið öllum sem við hefðum viljað) þá er dagurinn margskiptur til að það komist örugglega allir í húsið!

Dagskrá:

Öllum er velkomið að koma í athöfnina klukkan 14:00.

Fjölskyldu og ættingjum er síðan boðið að koma í kökuboð á milli 15:00-18:00

18:00 borðum við með allra nánustu fjölskyldu.

21:00 koma vinir og þeir ættingjar sem hafa áhuga á að koma aftur til að borða meiri köku og skemmta sér með okkur fram eftir kvöldi.

02:00 kveðja allir brúðhjónin og fara annaðhvort heim í rúmið eða á vit ævintýra miðbæjarins, hvert sem hjarta þeirra kallar.


Hér á síðuna munum við setja inn allskonar gagnlegar upplýsingar, t.d. kennslumyndband um hvernig komast skal á athafnarstaðinn.

Velkomin á brúðkaupssíðuna okkar og við hlökkum til að sjá ykkur 26. júní 2010.