Sunday, May 16, 2010

Úps!


Það var stafsetningarvilla í boðskortinu! Email addressa Sigursteins er siggijg (hjá) gmail.com en ekki siggigj (hjá) gmail.com.
Hann Sigurður G. Jóhannesson ætlar að áframsenda öll svörin sem hann fær en þið megið endilega senda bara frekar á Sigurstein.

Takk og fleiri fréttir síðar!


Friday, May 14, 2010

Velkomin!

Jæja! Þá eru boðskortin farin í póst og þið munuð vonandi fá þau fyrir helgina. (Finnst ykkur skoffínið ekki sætt?) Við þökkum Lindu Rós Ragnarsdóttur fyrir alla hjálpina með hönnun á kortinu.

Nú eru nákvæmlega 42 dagar í brúðkaupið og nóg eftir að gera. Sauma kjól, kaupa buxur, reyna að finna kandífloss vél (hjálp vel þegin) og ýmislegt meira.

Vegna þess að við eigum meira en fjórar fjölskyldur og fullt af vinum sem okkur langaði að bjóða (gátum ekki einu sinni boðið öllum sem við hefðum viljað) þá er dagurinn margskiptur til að það komist örugglega allir í húsið!

Dagskrá:

Öllum er velkomið að koma í athöfnina klukkan 14:00.

Fjölskyldu og ættingjum er síðan boðið að koma í kökuboð á milli 15:00-18:00

18:00 borðum við með allra nánustu fjölskyldu.

21:00 koma vinir og þeir ættingjar sem hafa áhuga á að koma aftur til að borða meiri köku og skemmta sér með okkur fram eftir kvöldi.

02:00 kveðja allir brúðhjónin og fara annaðhvort heim í rúmið eða á vit ævintýra miðbæjarins, hvert sem hjarta þeirra kallar.


Hér á síðuna munum við setja inn allskonar gagnlegar upplýsingar, t.d. kennslumyndband um hvernig komast skal á athafnarstaðinn.

Velkomin á brúðkaupssíðuna okkar og við hlökkum til að sjá ykkur 26. júní 2010.